Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 12:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Hafsteins riftir samningi sínum við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við KA. Hann var samningsbundinn út næsta tímabil en var með ákvæði sem hann gat nýtt sér núna eftir að tímabilinu lauk.

Daníel er miðjumaður sem verður 25 ára seinna í þessum mánuði. Hann er uppalinn í KA og var að mati Fótbolta.net besti leikmaður KA á nýliðnu tímabili. Hann var á bekknum í liði ársins.

Samkvæmt heimildunum vill Daníel halda möguleikanum á því að fara aftur út í avinnumennsku opnum. Hann reyndi fyrir sér í Svíþjóð sumarið 2019 þegar hann var keyptur til Helsingborg en stoppaði frekar stutt við þar.

Fótbolti.net fjallaði um áhuga danska félagsins AB á miðjumanninum í sumar og líklega eru fleiri félög með hann á blaði.

Ekki er þó útilokað að Daníel endursemji við Mjólkurbikarmeistarana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner