Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cristiano Ronaldo byrjar á bekknum á eftir
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:00 hefst viðureign Portúgal og Sviss í 16-liða úrslitunum á HM. Það er síðasti leikurinn á þessu stigi keppninnar og hefjast 8-liða úrslitin á föstudag.

Samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum mun Cristiano Ronaldo ekki vera í liði Portúgals í byrjun leiks heldur byrja leikinn á bekknum. Ronaldo er fyrirliði liðsins og hefur byrjað fyrstu þrjá leiki Portúgals í mótinu.

Portúgalska þjóðin hefur kallað eftir því að Ronaldo fari á bekkinn þar sem talið er að liðið sé betra án hans. Þá var Fernando Santos, þjálfari liðsins, óánægður með viðbrögð Ronaldo þegar hann var tekinn af velli gegn Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar.

Record segir að Goncalo Ramos, framherji Benfica, komi inn í liðið. Byrjunarliðin verða opinberuð eftir rúmlega hálftíma.

Sjá einnig:
Þjálfari Portúgals ósáttur við viðbrögð Ronaldo þegar hann var tekinn af velli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner