Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 14:41
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal hyggst nýta sér veikleika hjá Messi
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Louis van Gaal, þjálfari Hollands, segir að Lionel Messi sé með veikleika sem sínir menn geti nýtt sér þegar liðin eigast við í 8-liða úrslitum.

Messi er kominn með þrjú mörk í fjórum leikjum og átti stórleik þegar Argentína sló út Pólland.

„Messi er mest ógnandi sköpunarglaði leikmaðurinn, hann getur búið mikið til og skorað mörk sjálfur. En þegar Argentína tapar boltanum þá tekur hann ekki mikinn þátt. Það gefur okkur möguleika," sagði Van Gaal við fjölmiðlamenn í dag.

Van Gaal segir að Messi sé að vissu leyti 'lúxusleikmaður' og hann var spurður að því með hvaða hætti hann æti sér að reyna að stöðva þennan mikla snilling.

„Þú sérð það á föstudaginn. Ég er ekki að fara að segja þér það," svaraði Van Gaal en leikur Argentínu og Hollands verður klukkan 19 á föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner