Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 06. desember 2024 14:44
Sölvi Haraldsson
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir sameinaðir.
Bræðurnir sameinaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er rosalega spennandi verkefni. Alvöru mæting hérna og fullt af nýjum góðum leikmönnum að koma inn. Svo er maður að spila með stóra bró sem maður hélt að myndi aldrei gerast. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Jökull Andrésson, leikmaður Aftureldingar, eftir að hafa skrifað undir samning í Mosfellsbænum í dag.


Jökull segir að hann hafi ekki upplifað eins ást annarsstaðar en í Aftureldingu.

Ég upplifði einhverja ást hérna sem ég hef ekki upplifað áður. Auðvitað var það kirsuberið ofan á kökuna þegar við fórum upp í fyrra, það var einhver mesta veisla sem ég hef upplifað í lífinu mínu. En þessi andi og liðsheild í liðinu, þetta verður veisla.

FH sýndi Jökli mikinn áhuga var einhver áhugi sem önnur lið hér heima sýndu og var Jökull nálægt því að fara annað?

„Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið. Ég og umboðsmennirnir mínir sögðum við liðin hérna á Íslandi að ég væri að koma til Íslands. En svo bara kom Afturelding inn og maður gat ekki neitað þeim. Þeir gerðu líka mjög gott move með því að segja að þeira ætla líka að taka bróður minn. Þá var þetta eiginlega bara búið mál. Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið en maður er Aftureldingarmaður inn og út, á endanum var þetta ekki erfið ákvörðun.“

Hvernig verður að spila með bróður sínum?

Ég er að fara að hrauna yfir hann. Nei ég gæti ekki gert það. Við erum bestu vinir frá fyrsta degi. Þetta er eitthvað til að venjast. Við höfum tekið nokkrar æfingar núna og maður er smá hræddur við hann, þetta er stóri bróðir minn alltaf að skamma mig. Ég er ótrúlega spenntur að sjá hvernig þetta verður. Ég hef engar áhyggjur að við tveir munum læsa búrinu.

Jökull segir að stefnan sé sett á Evrópusæti á næsta ári.

Ég vill aldrei vera of bjartsýnn en ég er bjartsýnn maður. Að sjálfsögðu erum við að stefna á Evrópusæti. Maður er ekkert að fara að koma hérna og vonast til að halda sér uppi. Maður veit hvernig lið við erum með og hvernig andinn er hérna. Það er bara að stefna hátt og ekkert annað.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner