Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   fös 06. desember 2024 14:44
Sölvi Haraldsson
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir sameinaðir.
Bræðurnir sameinaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er rosalega spennandi verkefni. Alvöru mæting hérna og fullt af nýjum góðum leikmönnum að koma inn. Svo er maður að spila með stóra bró sem maður hélt að myndi aldrei gerast. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Jökull Andrésson, leikmaður Aftureldingar, eftir að hafa skrifað undir samning í Mosfellsbænum í dag.


Jökull segir að hann hafi ekki upplifað eins ást annarsstaðar en í Aftureldingu.

Ég upplifði einhverja ást hérna sem ég hef ekki upplifað áður. Auðvitað var það kirsuberið ofan á kökuna þegar við fórum upp í fyrra, það var einhver mesta veisla sem ég hef upplifað í lífinu mínu. En þessi andi og liðsheild í liðinu, þetta verður veisla.

FH sýndi Jökli mikinn áhuga var einhver áhugi sem önnur lið hér heima sýndu og var Jökull nálægt því að fara annað?

„Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið. Ég og umboðsmennirnir mínir sögðum við liðin hérna á Íslandi að ég væri að koma til Íslands. En svo bara kom Afturelding inn og maður gat ekki neitað þeim. Þeir gerðu líka mjög gott move með því að segja að þeira ætla líka að taka bróður minn. Þá var þetta eiginlega bara búið mál. Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið en maður er Aftureldingarmaður inn og út, á endanum var þetta ekki erfið ákvörðun.“

Hvernig verður að spila með bróður sínum?

Ég er að fara að hrauna yfir hann. Nei ég gæti ekki gert það. Við erum bestu vinir frá fyrsta degi. Þetta er eitthvað til að venjast. Við höfum tekið nokkrar æfingar núna og maður er smá hræddur við hann, þetta er stóri bróðir minn alltaf að skamma mig. Ég er ótrúlega spenntur að sjá hvernig þetta verður. Ég hef engar áhyggjur að við tveir munum læsa búrinu.

Jökull segir að stefnan sé sett á Evrópusæti á næsta ári.

Ég vill aldrei vera of bjartsýnn en ég er bjartsýnn maður. Að sjálfsögðu erum við að stefna á Evrópusæti. Maður er ekkert að fara að koma hérna og vonast til að halda sér uppi. Maður veit hvernig lið við erum með og hvernig andinn er hérna. Það er bara að stefna hátt og ekkert annað.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner