Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 06. desember 2024 14:44
Sölvi Haraldsson
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir sameinaðir.
Bræðurnir sameinaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er rosalega spennandi verkefni. Alvöru mæting hérna og fullt af nýjum góðum leikmönnum að koma inn. Svo er maður að spila með stóra bró sem maður hélt að myndi aldrei gerast. Ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji.“ sagði Jökull Andrésson, leikmaður Aftureldingar, eftir að hafa skrifað undir samning í Mosfellsbænum í dag.


Jökull segir að hann hafi ekki upplifað eins ást annarsstaðar en í Aftureldingu.

Ég upplifði einhverja ást hérna sem ég hef ekki upplifað áður. Auðvitað var það kirsuberið ofan á kökuna þegar við fórum upp í fyrra, það var einhver mesta veisla sem ég hef upplifað í lífinu mínu. En þessi andi og liðsheild í liðinu, þetta verður veisla.

FH sýndi Jökli mikinn áhuga var einhver áhugi sem önnur lið hér heima sýndu og var Jökull nálægt því að fara annað?

„Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið. Ég og umboðsmennirnir mínir sögðum við liðin hérna á Íslandi að ég væri að koma til Íslands. En svo bara kom Afturelding inn og maður gat ekki neitað þeim. Þeir gerðu líka mjög gott move með því að segja að þeira ætla líka að taka bróður minn. Þá var þetta eiginlega bara búið mál. Að sjálfsögðu talaði maður við önnur lið en maður er Aftureldingarmaður inn og út, á endanum var þetta ekki erfið ákvörðun.“

Hvernig verður að spila með bróður sínum?

Ég er að fara að hrauna yfir hann. Nei ég gæti ekki gert það. Við erum bestu vinir frá fyrsta degi. Þetta er eitthvað til að venjast. Við höfum tekið nokkrar æfingar núna og maður er smá hræddur við hann, þetta er stóri bróðir minn alltaf að skamma mig. Ég er ótrúlega spenntur að sjá hvernig þetta verður. Ég hef engar áhyggjur að við tveir munum læsa búrinu.

Jökull segir að stefnan sé sett á Evrópusæti á næsta ári.

Ég vill aldrei vera of bjartsýnn en ég er bjartsýnn maður. Að sjálfsögðu erum við að stefna á Evrópusæti. Maður er ekkert að fara að koma hérna og vonast til að halda sér uppi. Maður veit hvernig lið við erum með og hvernig andinn er hérna. Það er bara að stefna hátt og ekkert annað.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner