Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mudryk veikur - Enn langt í James og Fofana
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk, kantmaður Chelsea, missti af leik liðsins gegn Southampton á miðvikudag vegna veikinda.

Á fréttamannafundi í dag staðfesti Enzo Maresca, stjóri Chelsea, að Mudryk væri ennþá veikur og tók fram að hann væri sá eini sem væri veikur í dag.

Mudryk var keypur á fúlgur fjár til Chelsea í janúar 2023 en hefur ekki náð að sýna sitt besta með Chelsea og hefur einungis byrjað einn deildarleik á þessu tímabili.

Bæði Reece James og Wesley Fofana eru fjarri góðu gamni og segir Maresca að þeir séu á batavegi. „Þetta er spurning um einhverjar vikur í þá. Það er ennþá langt í þá," sagði stjórinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner