Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. febrúar 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Farið að hitna verulega undir Ancelotti
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er farið að hitna undir Carlo Ancelotti, stjóra Real Madrid, þó svo að félagið hafi unnið bæði Meistaradeildina og spænsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð.

Relevo á Spáni segir frá því að starf hans sé í alvarlegri hættu. Hann þarf að stýra Real til sigurs á HM félagsliða annars eru mjög svo góðar líkur á því að hann verði rekinn.

Sem betur fer fyrir Ancelotti þá ætti það að vera frekar einfalt verkefni fyrir spænska stórveldið að vinna HM félagsliða.

Það kemur þó jafnframt fram í fréttaflutningi Relevo að félagið sé að missa trú á Ancelotti en Real er átta stigum frá Barcelona eftir 1-0 tap gegn Mallorca í La Liga síðasta sunnudag.

Real Madrid mætir Al Ahly frá Egyptalandi á HM félagsliða á morgun. Spænska félagið er mun sigurstranglegra fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner