Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. mars 2021 12:30
Aksentije Milisic
Aguero ekki lengur lykilmaður hjá City
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero er markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City en nú virðist hann vera kominn út í kuldann vegna leikkerfis sem City liðið spilar.

Það spilar með svokallaða „falska níu" og er Kevin De Bruyne reglulega í því hlutverki.

Sergio Aguero er einungis þremur mörkum frá því að verða markahæsti leikmaðurinn í sögu grannaslag City og United. Mögulegt er að hann fái ekki fleiri tækifæri til að bæta það met.

Samningur hans við City rennur út eftir tímabilið og ekki hefur verið samið um framlengingu á samningnum ennþá. Leikurinn í dag gæti verið síðasta tækifæri að bæta markamet grannaslagsins en Wayne Rooney á það met. Hann gerði ellefu mörk í þessum leikjum.

Aguero hefur verið mikið meiddur á þessari leiktíð og þar á milli þurft að verma varamannabekkinn. Því er ólíklegt að hann byrji inn á í dag eða þá komi inn.

Þó að Pep Guardiola geri reglulega margar breytingar á byrjunarliðum sínum og að Aguero hafi verið á bekknum gegn Wolves í miðri viku, þá er ekki öruggt að hann muni byrja leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner