Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 07. mars 2021 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes: Þetta er ekki sprettur, þetta er maraþon
Mynd: Getty Images
„Það er alltaf erfitt að spila gegn Manchester City," sagði Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eftir sigur í nágrannaslagnum í dag.

Man Utd vann leikinn 2-0 en Fernandes skoraði fyrra mark United af vítapunktinum. Þetta er fyrsta tap Man City síðan 21. nóvember á síðasta ári.

„Það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru á boltanum og það er erfitt að spila gegn þeim. Í dag áttum við nánast fullkominn leik."

„Þetta snýst ekki bara um að vinna gegn City, þetta snýst um að vinna hvern einasta leik."

„Að skora á fyrstu mínútu var fullkomið. Við héldum einbeitingu út leikinn. Við vitum að við munum fáum færi til að skora þegar við verjumst vel."

„Þessi deild er ekki sprettur, þetta er maraþon. Við verðum að gera okkar besta og ekki hugsa um önnur lið."

Man Utd er í öðru sæti, 11 stigum á eftir City sem situr á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner