Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   mán 07. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Hendrickx: Fékk mikið af skilaboðum þar sem ég var kallaður Júdas
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Mér afnnst við vera aðeins betri. Við vorum öflugir fyrir framan markið og skoruðum þrjú mörk. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Jonathan Hendrickx, bakvörður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á FH í kvöld.

Jonathan var að mæta á sinn gamla heimavöll í Kaplakrika en hann lék áður með FH.

„Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en þegar ég er inni á vellinum er ég leikmaður Breiðabliks. Ég sinnti mínu starfi. Ég spila fyrir Breiðablik. Það var samt skrýtin tilfinning að koma til baka."

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Breiðablik

Jonathan skoraði þriðja mark Breiðabiks með skoti úr aukaspyrnu. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn FH og sussaði á þá.

„Ég sagði þeim að þegja því að ég fékk fékk mikið af skilaboðum um að ég væri Júdas og aumingi. Ég var ekki ánægður með það. Ég ber virðingu fyrir FH og stuðningsmönnunum. Ég vildi bara að þeir myndu þegja og sýna mér virðingu."

„Ég skoraði og það er góð tilfinning. Ég svaraði inni á vellinum, það er best held ég."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner