Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 07. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Hendrickx: Fékk mikið af skilaboðum þar sem ég var kallaður Júdas
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Mér afnnst við vera aðeins betri. Við vorum öflugir fyrir framan markið og skoruðum þrjú mörk. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Jonathan Hendrickx, bakvörður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á FH í kvöld.

Jonathan var að mæta á sinn gamla heimavöll í Kaplakrika en hann lék áður með FH.

„Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en þegar ég er inni á vellinum er ég leikmaður Breiðabliks. Ég sinnti mínu starfi. Ég spila fyrir Breiðablik. Það var samt skrýtin tilfinning að koma til baka."

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Breiðablik

Jonathan skoraði þriðja mark Breiðabiks með skoti úr aukaspyrnu. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn FH og sussaði á þá.

„Ég sagði þeim að þegja því að ég fékk fékk mikið af skilaboðum um að ég væri Júdas og aumingi. Ég var ekki ánægður með það. Ég ber virðingu fyrir FH og stuðningsmönnunum. Ég vildi bara að þeir myndu þegja og sýna mér virðingu."

„Ég skoraði og það er góð tilfinning. Ég svaraði inni á vellinum, það er best held ég."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner