Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mán 07. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Hendrickx: Fékk mikið af skilaboðum þar sem ég var kallaður Júdas
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Mér afnnst við vera aðeins betri. Við vorum öflugir fyrir framan markið og skoruðum þrjú mörk. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Jonathan Hendrickx, bakvörður Breiðabliks, eftir 3-1 sigur liðsins á FH í kvöld.

Jonathan var að mæta á sinn gamla heimavöll í Kaplakrika en hann lék áður með FH.

„Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en þegar ég er inni á vellinum er ég leikmaður Breiðabliks. Ég sinnti mínu starfi. Ég spila fyrir Breiðablik. Það var samt skrýtin tilfinning að koma til baka."

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Breiðablik

Jonathan skoraði þriðja mark Breiðabiks með skoti úr aukaspyrnu. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn FH og sussaði á þá.

„Ég sagði þeim að þegja því að ég fékk fékk mikið af skilaboðum um að ég væri Júdas og aumingi. Ég var ekki ánægður með það. Ég ber virðingu fyrir FH og stuðningsmönnunum. Ég vildi bara að þeir myndu þegja og sýna mér virðingu."

„Ég skoraði og það er góð tilfinning. Ég svaraði inni á vellinum, það er best held ég."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner