Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Arnfríður og Brookelynn með tvennur
Mynd: Grótta
Mynd: HK
HK 3 - 3 Grótta
0-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('16)
1-1 Birna Jóhannsdóttir ('36)
1-2 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('39 , víti)
1-3 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('51)
2-3 Brookelynn Paige Entz ('66 , víti)
3-3 Brookelynn Paige Entz ('71)

Lestu um leikinn: HK 3 -  3 Grótta

HK og Grótta áttust við í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld og úr varð gríðarlega spennandi slagur.

Arnfríður Auður Arnarsdóttir lék á alls oddi í fyrri hálfleik og skoraði fyrsta mark leiksins með skalla í kjölfar hornspyrnu, en Birna Jóhannsdóttir jafnaði með frábæru skoti eftir hornspyrnu hinu megin á vellinum.

Arnfríður Auður kom Gróttu aftur yfir skömmu síðar þegar hún tók vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf og skoraði örugglega. Staðan var því 1-2 fyrir Gróttu í leikhlé og tvöfaldaði Lovísa Davíðsdóttir Scheving forystuna snemma í síðari hálfleik. Lovísa skoraði eftir enn eina hornspyrnuna, en hún fékk boltann sendan stutt úr horninu og prjónaði sig í gegnum vörn HK til að skora glæsilegt mark.

Brookelynn Paige Entz, fyrirliði HK, skipti þá um gír og átti glæsilegt skot í slána áður en hún skoraði tvennu til að jafna. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu en það seinna eftir góða sókn þar sem Brookelynn var ein á auðum sjó innan vítateigs eftir að hafa fengið góða fyrirgjöf.

Grótta komst nálægt því að gera sigurmark á lokakaflanum en tókst ekki og urðu lokatölur 3-3. HK og Grótta byrja því nýtt deildartímabil á jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner