Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
banner
   fös 07. júní 2019 21:39
Orri Rafn Sigurðarson
Kjartan Stefáns: Maður skynjaði það alveg
Kvenaboltinn
Kjartan á hliðarlínunni í leik með Fylki.
Kjartan á hliðarlínunni í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Fylkir áttust við á Origo Vellinum í kvöld þar sem Valur vann 6-0 með fjórum mörkum frá Elín Mettu.

„Alltof stórt tap, varnarleikurinn og varnarlína flöt við stóðum hátt og fengum fullt af stungum í gegnum vörnina og lokuðum ekki því sem við ætluðum að loka með stungur og annað."Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Fylkir

Fylkir spilaði ofarlega á vellinum og Valur refsaði með stungusendingum sem að virtist svínvirka. Fylkir virtist ekki hafa nein svör sóknarlega gegn vörn Vals og sköpuðu lítið sem ekkert eftir 20 mínútu.

„Við hefðum mátt hlaupa varnarvinnuna betur við héldum boltanum ágætlega hann gekk á milli okkar en ekkert til að skapa neitt hættulegt. Við vorum ágætar í reitarboltanum í dag en sóknarlega svolítið frá þessu."

Fylkir klúðrar dauðafæri á 15 mínútu og á 18 mínútu skorar Valur og refsar. Eftir það fannst manni koma upp ákveðið vonleysi hjá Fylki.

„Maður skynjaði það alveg. En það var þó þannig að við héldum stöðum og vorum ekki úr "Shape-i" en Valsliðið er bara gríðarlega sóknarlega sterkt."

Fylkir vann Breiðablik í 16-liða úrslitum bikarsins í seinasta leik og fá svo þennan skell. Voru þær ennþá með hugan við þann sigur?

„Það getur alveg vel verið, en stelpurnar eru margar hverjar ungar og eru að læra á þetta og maður finnur það alveg að þær eru vonandi að setja þetta í reynslubankann." Sagði Kjartan að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner