Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 07. júlí 2020 21:05
Anton Freyr Jónsson
Maggi Már: Hrikalega gaman að fylgjast með strákunum í dag
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld, eðlilega

„Bara hrikalega ánægður með strákana í dag. Þeir fóru eftir leikplaninu frá fyrstu til síðustu mínútu og gerðu það mjög vel, spiluðu mjög hratt allan leikinn og héldu góðu tempói í leiknum."

Lestu um leikinn: Afturelding 7 -  0 Magni

Hvernig var uppleggið hjá Aftureldingu fyrir leikinn í kvöld?

„Við vildum reyna pressa á þá, vorum svekktir með síðasta leik og vildum mæta af krafti til leiks og mér fannst það ganga vel. Allt annað að sjá kraftinn og dugnaðinn heldur en í síðasta leik á móti Fram."

Afturelding sótti sín fyrstu stig í deildinni í sumar og var Magnús spurður hvort það gefi ekki liðinu sjálfstraust fyrir komandi verkefni í deildinni.

„Já engin spurning, þetta er búið að vera smá brekka í byrjun móti erfiðum andstæðingum og við vildum vera með fleiri stig. Spilamennskan hefur verið fín á köflum, það var gott að ná heilum góðum leik í dag og uppskera samkvæmt því og skemmir heldur fyrir að vera búnir að snúa markatölunni okkur í hag."

Andri Freyr Jónasson skoraði fjögur mörk og var frábær í sóknarleik Aftureldingar í kvöld sem og hjá liðinu í heild.

„Andri er frábær í teignum og sýndi það í dag, kláraði sín færi vel og eins og allir og allir strákarnir. Sóknarleikurinn var frábær hjá öllu liðinu, menn voru að skapa færi og búa til og óeigingjarnir í kringum teiginn.Það var hrikalega gaman að flylgjast með strákunum í dag, ég held þetta sé stærsti sigur Aftureldingar í næstu efstu deild frá upphafi, það er mjög flott hjá strákunum að ná því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner