29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 07. júlí 2020 21:05
Anton Freyr Jónsson
Maggi Már: Hrikalega gaman að fylgjast með strákunum í dag
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld, eðlilega

„Bara hrikalega ánægður með strákana í dag. Þeir fóru eftir leikplaninu frá fyrstu til síðustu mínútu og gerðu það mjög vel, spiluðu mjög hratt allan leikinn og héldu góðu tempói í leiknum."

Lestu um leikinn: Afturelding 7 -  0 Magni

Hvernig var uppleggið hjá Aftureldingu fyrir leikinn í kvöld?

„Við vildum reyna pressa á þá, vorum svekktir með síðasta leik og vildum mæta af krafti til leiks og mér fannst það ganga vel. Allt annað að sjá kraftinn og dugnaðinn heldur en í síðasta leik á móti Fram."

Afturelding sótti sín fyrstu stig í deildinni í sumar og var Magnús spurður hvort það gefi ekki liðinu sjálfstraust fyrir komandi verkefni í deildinni.

„Já engin spurning, þetta er búið að vera smá brekka í byrjun móti erfiðum andstæðingum og við vildum vera með fleiri stig. Spilamennskan hefur verið fín á köflum, það var gott að ná heilum góðum leik í dag og uppskera samkvæmt því og skemmir heldur fyrir að vera búnir að snúa markatölunni okkur í hag."

Andri Freyr Jónasson skoraði fjögur mörk og var frábær í sóknarleik Aftureldingar í kvöld sem og hjá liðinu í heild.

„Andri er frábær í teignum og sýndi það í dag, kláraði sín færi vel og eins og allir og allir strákarnir. Sóknarleikurinn var frábær hjá öllu liðinu, menn voru að skapa færi og búa til og óeigingjarnir í kringum teiginn.Það var hrikalega gaman að flylgjast með strákunum í dag, ég held þetta sé stærsti sigur Aftureldingar í næstu efstu deild frá upphafi, það er mjög flott hjá strákunum að ná því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner