Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 07. júlí 2020 21:05
Anton Freyr Jónsson
Maggi Már: Hrikalega gaman að fylgjast með strákunum í dag
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld, eðlilega

„Bara hrikalega ánægður með strákana í dag. Þeir fóru eftir leikplaninu frá fyrstu til síðustu mínútu og gerðu það mjög vel, spiluðu mjög hratt allan leikinn og héldu góðu tempói í leiknum."

Lestu um leikinn: Afturelding 7 -  0 Magni

Hvernig var uppleggið hjá Aftureldingu fyrir leikinn í kvöld?

„Við vildum reyna pressa á þá, vorum svekktir með síðasta leik og vildum mæta af krafti til leiks og mér fannst það ganga vel. Allt annað að sjá kraftinn og dugnaðinn heldur en í síðasta leik á móti Fram."

Afturelding sótti sín fyrstu stig í deildinni í sumar og var Magnús spurður hvort það gefi ekki liðinu sjálfstraust fyrir komandi verkefni í deildinni.

„Já engin spurning, þetta er búið að vera smá brekka í byrjun móti erfiðum andstæðingum og við vildum vera með fleiri stig. Spilamennskan hefur verið fín á köflum, það var gott að ná heilum góðum leik í dag og uppskera samkvæmt því og skemmir heldur fyrir að vera búnir að snúa markatölunni okkur í hag."

Andri Freyr Jónasson skoraði fjögur mörk og var frábær í sóknarleik Aftureldingar í kvöld sem og hjá liðinu í heild.

„Andri er frábær í teignum og sýndi það í dag, kláraði sín færi vel og eins og allir og allir strákarnir. Sóknarleikurinn var frábær hjá öllu liðinu, menn voru að skapa færi og búa til og óeigingjarnir í kringum teiginn.Það var hrikalega gaman að flylgjast með strákunum í dag, ég held þetta sé stærsti sigur Aftureldingar í næstu efstu deild frá upphafi, það er mjög flott hjá strákunum að ná því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner