Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 07. júlí 2020 22:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Mikael Nikulásson: Vorum bara eins og aumingjar í fyrri hálfleik
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu nágrana sína frá Þrótti Vogum í heimsókn þegar flautað var til leiks í 4.umferð 2.deildar karla nú í kvöld. Þróttarar höfðu betur 0-1 í leiknum og var Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur ómyrkur í máli eftir leik.
„ Gríðarlega svekktur að hafa tapað þessum leik og það sem gerði útslagið í þessum leik er það að við vorum bara eins og aumingjar í fyrri hálfleik og gerðum okkur seka um mörg barnaleg mistök í fyrri hálfleik og spiluðum bara virkilega illa og til þess að kóróna hann þá ákváðum við að gefa þeim mark eða gefa þeim hornspyrnu og láta þá skora eftir einbeitingarleysi á síðustu mínútunni í fyrri hálfleik og ég er nokkuð viss um það að við hefðum sennilega unnið þennan leik ef við hefðum farið með 0-0 í hálfleik en það gaf þeim auka kraft að komast yfir 1-0 og vera 1-0 yfir, við vorum mikið betri í seinni hálfleik og vorum bæði betra liðið á vellinum og spiluðum betur sjálfir en í fyrri hálfleik en einhvernveginn höfðu menn ekki trú á þessu, að geta skorað og við vorum bara sjálfum okkur verstir fannst mér." 

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Þróttur V.

Bæði lið fengu fín færi til þess að gera út um leikinn en Þróttur Vogum komust meðal annars í skotfæri á opið mark í fyrri hálfleik en Mikael var þó ekki alveg á sama máli.
„Veit það nú ekki, við fengum nokkur mjög góð færi í fyrri hálfleik, ég man nú ekki eftir mörgum færum frá þeim fyrir utan eitt dauðafæri, ég held þeir hafi ekki átt skot á markið í seinni hálfleik en það getur vel verið að mig sé að misminna eitthvað en við fengum fín færi í fyrri hálfleik, 3-4 fín færi, við fengum minna í seinni hálfleik, mér fannst við ekki vera skapa mikið í seinni hálfleik og þeir sköpuðu ekki neitt en og við spiluðum samt betur en það skiptir ekki máli, við gerðum í brók í fyrri hálfleik og töpuðum þessum leik."

Brynjar Þór Gestsson þjálfari Þróttar Vogum er í tímabundnu leyfi frá þjálfarastarfi sínu en Mikael vildi þó ekki meina að það hafi verið erfiðara fyrir vikið að leggja upp þennan leik.
„Nei, ekkert erfiðara og ég vissi alveg hvernig þeir myndu spila og ég tel að við höfum bara sett þetta ágætlega upp en hausinn þarf að fylgja þegar menn spila fótbolta og menn þurfa að vilja og nenna að berjast og maður þarf að nenna að fara í annann boltann og maður þarf að geta þessi grundvallaratriði, tekið á móti boltanum og sent 1-2 metra sendingar, við gátum það ekki í fyrri hálfleik. Það breyttist í seinni hálfleik en þá var það bara orðið of seint og sjálfstraustið er bara ekki meira í liðinu en það að þegar við lentum undir og eiginlega það sama og gegn Kórdrengjum í síðustu umferð að þá vorum við miklu betri en þeir þangað til við lentum undir og þá fer þetta einhvernvegin í einhvern doða hjá okkur og við bara náðum ekki að skora og það var eiginlega ótrúlegt í þessum leik og það er bara þannig." 

Meira var rætt við Mikael en viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner