Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 08:30
Aksentije Milisic
Mourinho með 200 sigra í úrvalsdeildinni - Aðeins Sir Alex var sneggri
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, náði í gær þeim áfanga að sigra sinn 200 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham vann þá Everton en Michael Keane gerði eina mark leiksins sem var sjálfsmark.

Það tók Mourinho 326 leiki til að ná 200 sigrinum en aðeins Sir Alex Ferguson náði þessum áfanga á skemmri tíma. Það tók Ferguson 322 leiki eða fjórum minna heldur en Jose Mourinho.

Mourinho hefur stjórnað Chelsea, Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner