Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarinn segir Ísak spila eins og 35 ára gamlan leikmann
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson átti fantagóðan leik í gær þegar Norrköping vann 3-1 sigur á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Ísak, sem er sautján ára gamall, hefur byrjað þrjá deildarleiki með Norrköping og hefur hann í þeim leikjum skorað eitt mark og lagt upp þrjú. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í Svíþjóð í gær. Undirritaður endurtekur, Ísak er sautján ára gamall.

Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, ber mikið traust til Ísaks og segir hann spila eins og miklu eldri leikmann.

Í viðtali eftir sigurleikinn í gær sagði Gustafsson: „Hann er 17 ára en spilar eins og hann sé 35 ára. Hann er mjög þroskaður leikmaður. Stærsta vandamálið mitt með hann er að ég verð að segja við hann að hætta að æfa svona mikið."

Ísak kom til Norrköping frá ÍA eftir sumarið 2018 en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna og fyrrum landsliðsmaður.

Fótbolti.net ræddi við Ísak fyrir tímabil og þá sagði hann: „Alveg frá því að síðasta tímabil kláraðist hefur markmið mitt verið að verða fastamaður í aðalliðshópnum og þegar tækifæri býðst að grípa það. Almennt, þá stefni mjög hátt og er ég með mín markmið fyrir framtíðina eins og að spila fyrir Íslands hönd, en það sem ég er að einbeita mér að núna er að þroskast sem manneskja, bæta mig sem leikmaður á hverjum degi og vera klár hvenær sem Allsvenskan byrjar."

Ísak var svo sannarlega klár þegar sænska úrvalsdeildin byrjaði og framtíðin er björt fyrir hann í fótboltanum.

Viðtalið við Ísak frá því í maí má lesa hérna.

Sjá einnig:
Ísak Bergmann fær gífurlega mikið lof


Athugasemdir
banner
banner
banner