De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   sun 07. júlí 2024 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bergþóra á förum frá Örebro
Kvenaboltinn
Mynd: Örebro
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á förum frá sænska félaginu Örebro.

Hún gekk í raðir félagsins í lok félagaskiptagluggans síðasta haust en mun nú halda annað.

Hún hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu, hún var talsvert í byrjunarliðinu í upphafi móts en hefur lítið spilað að undanförnu og var ekki í leikmannahópnum í sigri liðsins í gær. Örebro er í næstneðsta sæti deildairnnar, fjórum stigum frá öruggu sæti þegar ellefu umferðir eru eftir.

Bergþóra er 21 árs miðjumaður sem uppalinn er í Breiðabliki. Hún lék á sínum tíma 13 leiki fyrir unglingalandsliðin og á að baki fjóra leiki fyrir U23.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir eru samherjar Bergþóru hjá Örebro.
Athugasemdir
banner
banner