Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fös 08. desember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
 Þetta var dálítið sérstök staða sem ég var í, fann að þarna átti ég ekki lengur að vera
Þetta var dálítið sérstök staða sem ég var í, fann að þarna átti ég ekki lengur að vera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrst og fremst vil ég standa mig vel hjá Örebro
Fyrst og fremst vil ég standa mig vel hjá Örebro
Mynd: Örebro
Áslaug Dóra gekk í raðir Örebro í haust.
Áslaug Dóra gekk í raðir Örebro í haust.
Mynd: Hrefna Morthens
Ég hef áður spilað hægra megin, gerði það með Breiðabliki smá og landsliðinu líka.
Ég hef áður spilað hægra megin, gerði það með Breiðabliki smá og landsliðinu líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Þjálfarinn er með gríðarlegan metnað að finna leikmenn og er kominn með nýja þjálfara inn í teymið
Þjálfarinn er með gríðarlegan metnað að finna leikmenn og er kominn með nýja þjálfara inn í teymið
Mynd: Örebro
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir gekk í raðir sænska félagsins Örebro í lok félagaskiptagluggans í haust og spilaði þar seinni hluta tímabilsins. Bergþóra er tvítugur miðjumaður sem hafði leikið allan sinn feril með Breiðabliki og Augnabliki. Hún á að baki sautján leiki fyrir yngri landsliðin.

Hún ræddi við Fótbolta.net um tímann til þessa hjá Örebro og skiptin frá Breiðabliki.

„Það gekk frekar vel að koma mér inn í hlutina. Þó að liðið var í basli þá leist mér ágætlega á þetta og kom mér vel inn í þetta."

„Ég fékk mismunandi hlutverk, var hægri vængbakvörður í fimm manna vörn og svo fékk ég að spila á miðju í síðasta leiknum. Ég hef áður spilað hægra megin, gerði það með Breiðabliki smá og landsliðinu líka. Ég kann best við mig á miðjunni."

„Það kom alls ekki á óvart að ég spilaði hægra megin, þjálfarinn vill finna leikmenn sem geta spilað fleiri stöður, talaði um það við mig þegar ég talaði við hann. Ég vissi alveg að ég væri ekki að fara labba inn í mína stöðu í byrjun."


Hún kom við sögu í átta leikjum með Örebro eftir komu sína, byrjaði fjóra og kom fjórum sinnum inn á.

Stysta ferli í heiminum
Hvernig var ferlið að skipta frá Breiðabliki til Örebro?

„Þetta tók alls ekki langan tíma, tók held ég stysta tíma í heiminum. Ég fékk einhverja tvo klukkutíma til að hugsa mig um hvort ég ætti að hugsa mig um hvort mig langaði að taka þetta því glugginn var að loka."

„Þjálfarinn fylgist gríðarlega vel með í kringum sig og er alltaf að leita. Glugginn var opinn hjá þeim, það voru búnir að vera Íslendingar þarna áður þannig að hann stökk strax á þetta þegar ég sagðist vera að leita."

„Það var í rauninni ekkert mál að fara frá Breiðabliki. Þetta var dálítið sérstök staða sem ég var í, fann að þarna átti ég ekki lengur að vera. Ég held að allir skilji það að þetta var sérstök staða og alveg skiljanlegt að vilja breyta til."

„Ég gat ekki talað við marga áður en ég tók þessa ákvörðun, var aðallega að tala við fjölskylduna mína og reyna taka bestu ákvörðunina. Það var ákveðið og skýrt að ég var ekki að fara vera þar sem ég var lengur."

„Við vildum sjá hvort það væri eitthvað annað í boði og Örebro var miklu betra en við þorðum að vona í rauninni og ég stökk í raun á það um leið."


Ósátt hvernig var staðið að brottrekstri föður hennar
Faðir Bergþóru er Ásmundur Arnarsson sem var látinn fara frá Breiðabliki rétt áður en Bergþóra fór til Örebro.

Fannst henni sá brottrekstur ósanngjarn?

„Já, mér fannst það. Ég er ekki hlutlaus en það var margt sem gerðist - líka eftir á - hvernig vinnubrögðin voru. Það fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur."

Elskar Svíþjóð
Bergþóra er ánægð með fyrstu mánuðina í Svíþjóð. „Mér líst vel á fólkið, það eru góðar áherslur í klúbbnum, þeir vilja horfa á unga og efnilega leikmenn og koma þeim lengra. Ég er hrikalega spennt fyrir næsta ári."

Örebro endaði í 10. sæti sænsku deildarinnar í fyrra, fjórum stigum fyrir ofan fallumspilssæti. Er stefnan sett hærra?

„Klárlega. Vill maður ekki alltaf gera betur en síðast? Ég held það. Þjálfarinn er með gríðarlegan metnað að finna leikmenn og er kominn með nýja þjálfara inn í teymið. Ég er gríðarlega spennt fyrir því að byrja í janúar."

Hvernig er lífið í Svíþjóð? „Ég elska Svíþjóð, geggjaður staður og hrikalega gott andrúmsloft. Ég fíla það mjög vel."

Í skýjunum að fá góða vinkonu sína í liðið
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir verður liðsfélagi Bergþóru á næsta tímabili.
   29.11.2023 12:00
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"

„Ég er hrikalega ánægð með það, var alveg í skýjunum þegar ég heyrði það. Hún er góð vinkona mín og ég hlakka geðveikt mikið til að vera með henni í liði."

„Ég sagði henni hvað mér leist vel á þetta og hvernig andrúmsloftið er, stelpurnar og hópurinn. Þetta er bara frábært lið og þrátt fyrir basl þá kemur maður samt inn í hrikalega jákvæðan og skemmtilegan hóp. Ég sá strax að þarna vill maður vera."

„Þetta verður bara ennþá skemmtilegra (með komu Áslaugar)."


Svo getur alls konar gerst
Er eitthvað stærra markmið, horfirðu á Örebro sem stökkpall?

„Fyrst og fremst vil ég standa mig vel hjá Örebro, langar að koma mér inn í liðið og bæta leik minn og allt það. Svo getur alls konar gerst í framhaldinu ef þú stendur þig vel," sagði Bergþóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner