Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. ágúst 2022 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Lilleström skoraði í blálokin eftir sendingu frá Hólmberti - Jónatan lagði upp
Hólmbert lagði upp fyrir markvörðinn í uppbótartíma
Hólmbert lagði upp fyrir markvörðinn í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi lagði upp fyrir Sogndal en liðsfélagi hans skoraði tvö sjálfsmörk og því tapaði liðið
Jónatan Ingi lagði upp fyrir Sogndal en liðsfélagi hans skoraði tvö sjálfsmörk og því tapaði liðið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Willum spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Go Ahead Eagles
Willum spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Go Ahead Eagles
Mynd: Go Ahead Eagles
Aron Bjarna var í byrjunarliði Sirius sem lagði Malmö, 2-1.
Aron Bjarna var í byrjunarliði Sirius sem lagði Malmö, 2-1.
Mynd: Sirius
Jón Dagur var í liði Leuven
Jón Dagur var í liði Leuven
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson lagði upp mark Sogndal í 2-1 tapi gegn KFUM Oslo í norsku B-deildinni í dag en liðsfélagi hans eyðilagði fyrir liðinu með tveimur sjálfsmörkum.

Jónatan hefur átt stórglæsilegt fyrsta tímabil með Sogndal en hann kom til félagsins frá FH.

Eirik Lereng, liðsfélagi Jónatans, kom boltanum í eigið net á 39. mínútu áður en Jónathan lagði upp jöfnunarmarkið á 64. mínútu. Það voru svo þrettán mínútur eftir af leiknum er Lereng kom boltanum aftur í eigið net og lokatölur því 2-1 fyrir Oslóarliðinu.

Jónatan og Hörður Ingi Gunnarsson voru báðir í byrjunarliðinu en Jónatan fór af velli á 82. mínútu á meðan Hörður lék allan leikinn. Sogndal er í 7. sæti með 29 stig.

Andri Fannar og Willum Þór þreyttu frumraunir sínar

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Go Ahead Eagles sem tapaði fyrir AZ Alkmaar, 2-0, í hollensku úrvalsdeildinni. Willum kom til Eagles frá BATE Borisov í sumar og var hann að þreyta frumraun sína með liðinu en hann fór af velli á 76. mínútu.

Andri Fannar Baldursson, sem gekk í raðir NEC Nijmegen frá Bologna í sumar, kom þá af bekknum á 88. mínútu er liðið tapaði fyrir Twente í dag, 1-0.

Markvörður Lilleström skoraði eftir sendingu frá Hólmberti

Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þegar lítið var eftir af leiknum og Lilleström marki undir fór markvörður liðsins inn í teig þegar það fékk hornspyrnu.

Hólmbert skallaði boltann fyrir markið og tók Mads Christiansen, markvörður Lilleström, boltann á kassann áður en hann þrumaði boltanum í netið. Hólmbert lék allan leikinn og er Lilleström í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Viking sem gerði 2-2 jafntefli við Sandefjord. Samúel Kári Friðjónsson var ekki með Viking í dag sem situr í 5. sæti með 29 stig.

Brynjólfur Andersen Willumsson lék allan leikinn er Kristiansund tapaði fyrir toppliði Molde, 3-2. Kristiansund náði tveggja marka forystu en glutraði henni niður áður en fyrri hálfleikurinn var úti og svo kom sigurmarkið í upphafi þess síðari.

Kristiansund er áfram á botninum með 6 stig en Molde á toppnum með 42 stig.

Brynjar Ingi Bjarnason var sjöunda deildarleikinn í röð á bekk Vålerenga sem vann 4-0 sigur á Álasundi. Vålerenga er í 6. sæti með 26 stig.

Davíð Kristján og Aron Bjarna í sigurliðum

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn er Kalmar lagði AIK að velli, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Kalmar er í 7. sæti með 27 stig og þá spilaði Aron Bjarnason allan leikinn í 2-1 sigri Sirius á Malmö en Óli Valur Ómarsson sat allan tímann á bekk Sirius sem er í 9. sæti með 24 stig.

Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Elfsborg sem gerði 1-1 jafntefli við MJällby. Sveinn fór af velli á 77. mínútu en Elfsborg er í 10. sæti sænsku deildarinnar með 22 stig.

FCK skoraði fjögur

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK sem vann 4-1 sigur á nágrönnum þeirra í Bröndby. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná sem varamaður á 83. mínútu og þá fór Hákon Arnar af velli á sama tíma.

Þetta var annar sigur FCK sem er með sex stig í 5. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Mikael Neville Anderson var ekki með AGF sem vann OB, 2-1, en Aron Elís Þrándarson var í liði OB og fór af velli á 71. mínútu. AGF er í 3. sæti með 7 stig en OB á botninum með 1 stig.

Viðar Ari Jónsson var þá í liði Honved sem tapaði fyrir Fehervar, 4-0. Viðar fór af velli undir lok fyrri hálfleiks. Liðið er á botninum eftir tvo leiki og án stiga.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Leuven sem tapaði fyrir Antwerp, 4-2, í belgísku deildinni. Hann fór af velli á 58. mínútu leiksins. Leuven er með sex stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir
banner
banner