sun 07. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham klárar kaupin á Udogie í næstu viku
Destiny Udogie í leik með Udinese á síðasta tímabili
Destiny Udogie í leik með Udinese á síðasta tímabili
Mynd: EPA
Ítalski unglingalandsliðsmaðurinn Destiny Udogie verður leikmaður Tottenham Hotspur í næstu viku. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Tottenham hefur síðustu daga verið í viðræðum við ítalska félagið Udinese um kaup á Udogie.

Félagið hefur þegar komið að samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör og hefur hann samþykkt að gera fimm ára samning við enska félagið.

Udogie, sem er 19 ára gamall, verður kynntur í næstu viku, en hann mun væntanlega eyða leiktíðinni á láni hjá Udinese og mun síðan flytja til Englands á næsta ári.

Vinstri bakvörðurinn skoraði 5 mörk í 35 leikjum í Seríu A á síðustu leiktíð fyrir Udinese en hann var þá á láni frá Hellas Verona áður en Udinese gerði skiptin varanleg í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner