Það vakti athygli í kvöld að Declan Rice fagnaði ekki markinu sínu gegn Írlandi. Hann skoraði og lagði upp seinna markið sem Jack Grealish skoraði. Leikurinn fór 2-0 fyrir Englandi.
Declan Rice valdi á sínum enska landsliðið fram yfir írska landsliðið. Sama gerði Jack Grealish en þeir skoruðu einu mörk leiksins þegar þessar þjóðir mættust í dag. Rice á leiki með yngri landsliðum og A landsliði Írlands.
Líkt og kom fram hér að ofan fagnaði Rice ekki markinu sínu. Ljóst er að ástæðan afhverju hann gerði það ekki var útaf írska bakgrunninum sem hann er með.
„Ef ég hefði fagnað hefði það verið mikil vanvirðing. Amma mín og afi, öll föðurættin mín, er írsk. Þau eru látin, þau eru ekki lengur hér með okkur. Ég vildi ekki fagna til þess að vera hreinskilinn.“
Þá segir Rice að hann hefur ekkert slæmt um Írland að segja og á góðar minningar þaðan.
„Ég átti mjög góðan tíma með írska A, U21 og U19 landsliðunum. Þaðan á ég margar góðar minningar sem lifa með mér. Ég hef ekkert slæmt um þá að segja og óska þeim góðs gengis.“
Rice afþakkaði einnig að taka við fyrirliðabandinu af Kane í dag þegar hann fór af velli og gaf John Stones það í staðinn.