Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mán 07. október 2019 17:00
Fótbolti.net
„Það var eins og einhver ættingi hafi dáið"
„Ég átti að skemmta á laugardagskvöldið en það var eins og einhver ættingi hafi dáið. Ég gat ekki gírað mig af stað fyrr en í blálokin þegar ég henti í mig einum Ripped. Þetta er hræðilegt og hefur áhrif á mig," sagði Tottenham stuðningsmaðurinn og skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson í Innkastinu í dag um 3-0 tap sinna manna gegn Brighton um helgina.

Tapið gegn Brighton kom í kjölfarið á 7-2 tapi gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í síðustu viku en gengi Tottenham hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu.

„Ég hélt að Tottenham myndi koma til baka og vinna þennan leik 4-0 eða 5-0. Þetta fór verulega illa í mig. Ég þurfti að fara út í göngutúr í hálfleik. Ég labbaði úti í rigningu og 14 metrum á sekúndu bara til að jafna mig. Áður en ég myndi brjóta rúðu heima þá varð ég að labba út," sagði Ingimar Helgi Finnsson í Innkastinu.

Hjálmar og Ingimar vilja halda Mauricio Pochettino áfram í stjórastólnum þrátt fyrir gengi Tottenham. „Menn verða að fá einhverja virðingu sem þeir eru búnir að gera. Ég held að hann fari ekki strax," sagði Hjálmar.

Í Innkastinu var staðan hjá Tottenham krufin nánar en margir leikmenn liðsins hafa valdið miklum vonbrigðum í vetur.
Innkastið - Draumahelgi Liverpool og martröð Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner