banner
   mán 07. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Valverde um rauða spjaldið: Hann kann varla að tjá sig á spænsku
Ousmane Dembele var vísað af velli
Ousmane Dembele var vísað af velli
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona á Spáni, er ekki viss um að Ousmane Dembele, leikmaður liðsins, hafi átt að fá rautt spjald í 4-0 sigrinum á Sevilla í spænsku deildinni í gær.

Dembele, sem hefur átt erfitt með að fóta sig hjá Barcelona, átti frábæran leik gegn Sevilla í gær eða alveg þangað til hann var rekinn af velli undir lok leiks.

Dembele mótmælti þá rauða spjaldinu sem Ronald Araujo fékk og var sendur í sturtu fyrir vikið en Valverde tjáði sig lítillega um atvikið.

„Rauðu spjöldin? Þetta er ákvörðun dómarans. Það eiga allir rétt á að hafa skoðun. Mér fannst þetta ekki vera grófur leikur," sagði Valverde.

„Mér sýndist þetta ekki vera Araujo að kenna en ég er svosem ekki hlutlaus. Ég veit svo ekki hvað Dembele átti að hafa sagt við dómarann en þetta getur varla verið löng setning því hann tjáir sig varla á spænsku," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner