Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mán 07. október 2024 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Lengjudeildin
Jökull í stuði eftir að Afturelding tryggði sig upp.
Jökull í stuði eftir að Afturelding tryggði sig upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull í markinu hjá Aftureldingu í sumar.
Jökull í markinu hjá Aftureldingu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með bikarinn á Laugardalsvelli.
Með bikarinn á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera geggjað, eitt það skemmtilegasta í lífinu," sagði markvörðurinn Jökull Andrésson í samtali við Fótbolta.net í dag. Jökull hjálpaði á dögunum uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn.

Jökull kom á láni frá enska félaginu Reading á miðju tímabili; hann var stórkostlegur og var valinn í lið ársins er Afturelding vann sig upp í gegnum umspilið í Lengjudeildinni.

„Maður vaknar brosandi á hverjum einasta degi. Ég er búinn að vera að melta þetta og allt sem hefur verið að gerast. Það er alltaf einhver að hrósa manni og það er erfitt að gleyma þessu. Það er ekki hægt."

Fór að hágráta
Hann sér alls ekki eftir ákvörðun sinni að koma heim í Aftureldingu í sumar.

„Nei, ég geri það ekki. Dóttir mín kom í heiminn og svo gerðist þetta (að Afturelding fór upp). Þetta hafa verið tveir, þrír bestu mánuðir lífs míns. Ég hef mörgum að þakka; kærustunni minni, mömmu og pabba og bræður mínir. Við erum svo mikil fjölskylda og ég gæti eiginlega ekki verið heppnari."

Þegar flautað var af á Laugardalsvelli, þá byrjuðu tárin að flæða.

„Ég fór að hágráta," segir Jökull. „Ég er búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta. Maður þurfti aðeins að róa sig niður. Hvað getur maður gert? Sérstaklega líka eftir síðustu tvö árin hjá mér í fótbolta. Þetta hefur verið meira niður en upp og svo fær maður loksins svona þar sem allt gengur vel. Manni líður aftur vel. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er í fótbolta, að líða vel og njóta. Loksins er maður að njóta og með öllu þessu magnaða fólki í Mosfellsbæ. Það er öðruvísi tilfinning sem maður getur bara varla útskýrt."

Hvað gerist næst?
Jökull hafði mikil áhrif á Aftureldingu og var eftir tímabilið valinn í lið ársins í Lengjudeildinni. Hann segist hafa verið glaður að geta hjálpað sínum mönnum og leið honum vel frá fyrsta degi í liðinu. En verður hann áfram næsta sumar?

„Við sjáum til. Þetta er dagur frá degi núna. Ég fer aftur núna til Reading og klára einhvern smá tíma þar. Svo er allt í boði. Ég er ógeðslega spenntur fyrir því sem er framundan. Ég ætla að fá það besta úr sjálfum mér. Ég er að leitast eftir því: Að ég sé hamingjusamur."

Menn í Mosfellsbæ vilja halda Jökli. Það er ekkert leyndarmál.

„Skiljanlega, miðað við hvernig allt hefur gengið. Þetta eru allt frændur og frænkur mínar upp í stúku. Þetta er ást, ein stór ást. Þú vilt ekki valda fólki í Mosfellsbæ vonbrigðum, treystu mér. Við sjáum hvernig allt fer. Ég held að allir verði glaðir á endanum," sagði Jökull.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn - Eldhressir Mosóbræður í heimsókn
Athugasemdir
banner