Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
banner
   fim 07. nóvember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guy Smit í viðræðum við KR um nýjan samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit er samkvæmt heimildum Fótbolta.net í viðræðum við KR um áframhaldandi samning í Vesturbænum. Niðurstæða þeirra viðræðna ætti að verða ljós á næstu vikum.

Hann skrifaði undir eins árs samning síðasta vetur og var aðalmarkvörður liðsins á nýliðnu tímabili. Núgildandi samningur rennur út 16. nóvember.

Guy átti heilt yfir ágætis tímabil með KR, átti í erfiðleikum fyrri hluta móts en þegar leið á mótið sýndi hann hversu öflugur hann er.

Hollendingurinn er 28 ára og hefur verið á Íslandi frá því að hann samdi við Leikni fyrir mótið 2020.

KR keypti í haust unglingalandsliðsmarkvörðinn Halldór Snæ Georgsson frá Fjölni og verður fróðlegt að sjá hvort að hann og Guy muni fara í samkeppni um markvarðarstöðuna í liði KR á næsta tímabli.
Athugasemdir
banner
banner
banner