Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. desember 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sex smit hjá Tottenham - Mikilvægur leikur á fimmtudaginn
Hópsmit hjá Tottenham.
Hópsmit hjá Tottenham.
Mynd: EPA
Tottenham var í erfiðri stöðu eftir óvænt tap gegn Mura í Sambandsdeildinni í síðustu viku.

Nú virðist erfið staða orðin enn erfiðari þar sem Úrvalsdeildin hefur staðfest 12 ný smit hjá leikmönnum í deildinni og samkvæmt heimildum Mirror eru sex þeirra leikmenn Tottenham.

Ekki er vitað um hvaða leikmenn er verið að ræða en þetta mun væntanlega hafa áhrif á liðið þar sem þeir mæta Rennes í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn og þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið sér að komast í útsláttakeppnina.

Næsti úrvalsdeildarleikur Tottenham er gegn Brighton á sunnudaginn. Eftir það heldur liðið til Leicester á fimmtudegi og svo mætir Liverpool í heimsókn á Tottenham Hotspur leikvanginn þremur dögum síðar.

Þeir sem fengu jákvæða niðurstöðu úr skimun munu fara í PCR próf í dag til að staðfesta að niðurstöðurnar séu réttar.

Staðan hjá Tottenham er ekki það slæm enn að hætta sé á að Evrópuleiknum verði frestað. Mögulegt er þó að enska úrvalsdeildin geti frestað leikjum til að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Á síðasta tímabili var leik Manchester City gegn Everton og leik Tottenham við Fulham frestað vegna Covid-19.
Athugasemdir
banner
banner