Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 07. desember 2022 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Gunnar Nielsen yfirgaf FH eftir að tímaiblinu lauk eftir sjö tímabil hjá félaginu. Hann kom til FH frá Stjörnunni 2016 eftir eitt tímabil í Garðabæ og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili í Hafnarfirði. Gunnar ákvað sjálfur að það væri kominn tími á breytingar hjá sér og er í dag að velta því fyrir sér hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Gunnar er 36 ára færeyskur landsliðsmaður sem hefur alls leikið 141 deildarleik og þrettán bikarleiki hér á landi. Þá á hann að baki tvo leiki í Meistarakeppni KSÍ og fimmtán Evrópuleiki.

„Mér finnst vera kominn náttúrulegur tími, bæði fyrir FH en sérstaklega fyrir mig - ef ég held áfram að spila - að prófa eitthvað annað. Ég kom 2016 og þetta er búinn að vera frábær tími. Það var aldrei inn í myndinni frá mér séð að vera áfram í FH," sagði Gunnar við Fótbolta.net í dag.

„Ég tók þessa ákvörðun seinni hluta sumarsins að þetta væri komið gott. Mér finnst FH vera kominn á þann stað að félagið þurfi aðeins að skoða hvernig þeir vilja gera hlutina í framtíðinni, ekki að það þurfi að byrja upp á nýtt en það er tími fyrir FH til að gera eitthvað annað núna. Þetta er tækifæri til að byggja upp eitthvað nýtt og ég held að FH eigi að gera það. Við héldum okkur sem betur fer í deildinni í sumar en það gekk ekki vel."

Gunnar sagði: ef ég held áfram að spila. Er hann búinn að hugsa þetta mikið? Hvað langar hann að gera?

„Þegar ég var ekki að spila í sumar, ég var í basli með hnéð á mér, hugsaði ég að ég þyrfti gott frí til að ná mér af meiðslunum. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla gera. Ég segi það sama við alla, ég tek enga ákvörðun núna. En hver veit, það kemur í ljós á næstu mánuðum."

„Ég veit það ekki, ég er að skoða mín mál núna, ég ætla ekki að segja neitt varðandi Bestu deildina, næst bestu og svo framvegis,"
sagði Gunnar.

Viðtalið við Gunnar er mun lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst. Hann er spurður út í tímabilið í ár, tímann í heild sinni hjá FH, færeyska landsliðið, að búa á Íslandi, íslenskuna og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner