Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 07. desember 2022 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar óviss með framtíðina: Aldrei inn í myndinni að vera áfram í FH
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Gunnar Nielsen yfirgaf FH eftir að tímaiblinu lauk eftir sjö tímabil hjá félaginu. Hann kom til FH frá Stjörnunni 2016 eftir eitt tímabil í Garðabæ og varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili í Hafnarfirði. Gunnar ákvað sjálfur að það væri kominn tími á breytingar hjá sér og er í dag að velta því fyrir sér hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Gunnar er 36 ára færeyskur landsliðsmaður sem hefur alls leikið 141 deildarleik og þrettán bikarleiki hér á landi. Þá á hann að baki tvo leiki í Meistarakeppni KSÍ og fimmtán Evrópuleiki.

„Mér finnst vera kominn náttúrulegur tími, bæði fyrir FH en sérstaklega fyrir mig - ef ég held áfram að spila - að prófa eitthvað annað. Ég kom 2016 og þetta er búinn að vera frábær tími. Það var aldrei inn í myndinni frá mér séð að vera áfram í FH," sagði Gunnar við Fótbolta.net í dag.

„Ég tók þessa ákvörðun seinni hluta sumarsins að þetta væri komið gott. Mér finnst FH vera kominn á þann stað að félagið þurfi aðeins að skoða hvernig þeir vilja gera hlutina í framtíðinni, ekki að það þurfi að byrja upp á nýtt en það er tími fyrir FH til að gera eitthvað annað núna. Þetta er tækifæri til að byggja upp eitthvað nýtt og ég held að FH eigi að gera það. Við héldum okkur sem betur fer í deildinni í sumar en það gekk ekki vel."

Gunnar sagði: ef ég held áfram að spila. Er hann búinn að hugsa þetta mikið? Hvað langar hann að gera?

„Þegar ég var ekki að spila í sumar, ég var í basli með hnéð á mér, hugsaði ég að ég þyrfti gott frí til að ná mér af meiðslunum. Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla gera. Ég segi það sama við alla, ég tek enga ákvörðun núna. En hver veit, það kemur í ljós á næstu mánuðum."

„Ég veit það ekki, ég er að skoða mín mál núna, ég ætla ekki að segja neitt varðandi Bestu deildina, næst bestu og svo framvegis,"
sagði Gunnar.

Viðtalið við Gunnar er mun lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst. Hann er spurður út í tímabilið í ár, tímann í heild sinni hjá FH, færeyska landsliðið, að búa á Íslandi, íslenskuna og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner