Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna í dag - Stórleikur á Allianz Arena
Mynd: Getty Images

4. umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum leikjum. Leikið er í C og D riðli.


Barcelona er á toppi D riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Íslendingalið Bayern er í 2. sæti með sex stig. Rosengaard fær Benfica í heimsókn kl. 17:45 en Benfica getur jafnað Bayern að stigum í bili að minnsta kosti með sigri.

Benfica vann Rosengaard í síðustu umferð 1-0 en Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengaard.

kl. 20 er síðan stórleikur sem Bayern tekur á móti Barcelona. Barcelona valtaði yfir Bayern 3-0 á Spáni í síðustu umferð en það er tækifæri fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttir og stöllur að hefna sín.

Það er einnig risaleikur í C riðli þar sem Juventus með Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs heimsækir Arsenal en liðin gerðu 1-1 jafntefli á Ítalíu í síðustu umferð. Juventus kemst á topp riðilsins með sigri í kvöld en leikurinn hefst kl 20.

Lyon er í 3. sæti aðeins stigi á eftir Juventus en liðið mætir Zurich sem er á botninum án stiga.

Leikir dagsins

17:45 Lyon - Zurich W
17:45 Rosengard W - SL Benfica W
20:00 Bayern W - Barcelona W
20:00 Arsenal W - Juventus W


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner