Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mið 07. desember 2022 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG ekki á eftir Ronaldo - „Erum með Messi"
Mynd: Getty Images
Portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo er án félags eftir að hann komst að samkomulagi við Manchester United um riftun á samningi sínum.

Hann hefur verið orðaður við lið í Sádí Arabíu en hann staðfesti það sjálfur að ekkert væri til í því.

Al-Khelaifi forseti PSG var spurður hvort liðið hefði áhuga á að fá Portúgalann til liðs við félagið.

„Við erum með Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe. Það yrði erfitt að hafa Ronaldo líka en ég óska honum alls hins besta. Hann er stórkostlegur og enn magnaður leikmaður," sagði Al-Khelaifi


Athugasemdir
banner
banner