Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona tókst að semja við lykilmann
10 mörk og 10 stoðsendingar í 25 leikjum.
10 mörk og 10 stoðsendingar í 25 leikjum.
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Spánarmeisturum Barcelona hafi tekist að semja við sóknartengiliðinn öfluga Fermín López, sem var meðal annars orðaður við Chelsea síðasta sumar.

Fabrizio Romano tekur undir fregnirnar og segir að aðilar hafi komist að munnlegu samkomulagi.

Núverandi samningur Fermín rennur út eftir þrjú og hálft ár en nýi samningurinn mun gilda í tvö ár til viðbótar, eða til sumarsins 2031.

Fermín hefur tekið miklum framförum síðustu misseri. Hann kom að 18 mörkum í 46 leikjum með Barca á síðustu leiktíð þar sem hann lék rúmar 2000 mínútur, en á yfirstandandi tímabili hefur hann komið að 20 mörkum í 25 leikjum - með rúmar 1500 spilaðar mínútur.

Fermín er 22 ára gamall og hefur spilað fimm A-landsleiki fyrir Spán eftir að hafa verið algjör lykilmaður í U23 liðinu sem vann síðustu Ólympíuleika.
Athugasemdir
banner
banner