Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Igor Julio aftur til Brighton (Staðfest)
Mynd: EPA
Brighton og West Ham eru búin að ná samkomulag um miðvörðinn Igor Julio sem var hjá Hömrunum á lánssamningi sem átti að gilda út tímabilið.

Varnarmaðurinn skipti yfir til West Ham á lokadegi félagaskiptagluggans í fyrra en hefur lítið sem ekkert komið við sögu með liðinu.

West Ham vildi skila varnarmanninum til að skapa pláss í hópnum hjá sér fyrir annan leikmann á lánssamningi, þar sem úrvalsdeildarfélög mega aðeins vera með tvo lánsmenn í hóp.

Igor hefur komið við sögu í leikjum með Brighton og West Ham á tímabilinu sem flækir málin fyrir varnarmanninn þar sem hann má ekki spila fyrir annað félag á sömu leiktíð. Hann þarf annað hvort að spila fyrir Brighton eða skipta yfir í aðra deild þar sem nýtt tímabil er að hefjast, svo sem brasilísku deildina eða þá bandarísku.

Igor er 27 ára Brasilíumaður sem spilaði 50 leiki á tveimur árum hjá Brighton eftir að hafa verið byrjunarliðsmaður hjá Fiorentina á Ítalíu þar áður.
Athugasemdir
banner