Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rosenior um Palmer: Uppspuni frá rótum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liam Rosenior þjálfari Chelsea svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Ítalíumeisturum Napoli sem fer fram annað kvöld.

Rosenior var spurður út í orðróm sem segir Cole Palmer gæla við að skipta yfir til Manchester United og skammaði fréttamenn fyrir að gefa svona uppspuna gaum.

„Já og já, þetta er einfalt," svaraði Rosenior þegar hann var spurður hvort Palmer væri 'hamingjusamur og ósnertanlegur' hjá félaginu.

   27.01.2026 18:15
Palmer er hamingjusamur og ósnertanlegur


„Cole er ótrúlegur leikmaður og þessi orðrómur kemur ekki á óvart. Þetta er viðkvæmur tími fyrir Chelsea með nýjan þjálfara og það er fólk þarna úti sem vill hafa neikvæð áhrif á okkur. Ekkert af þessu sem hefur verið sagt í fjölmiðlum á sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Cole líður mjög vel, hann elskar að vera hérna og er mjög spenntur fyrir framtíð félagsins.

„Þetta er uppspuni frá rótum, svo fjarri raunveruleikanum að það er fáránlegt að ræða þetta."


Chelsea er í harðri baráttu við Manchester United og Liverpool um meistaradeildarsæti á þessum tímapunkti enska deildartímabilsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner