Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, þurfti að fara meiddur af velli eftir klukkutímaleik í 2-0 sigri liðsins á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Argentínumaðurinn fékk skurð snemma leiks og þurfti sjúkrateymi Liverpool að sauma það til þess að loka sárinu.
Á endanum átti leikmaðurinn erfitt með að athafna sig og því ákveðið að taka hann af velli.
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er að vonast til þess að hann verði ekki of lengi frá.
„Það var alger synd með Macca. Hann fékk skurð snemma og á meðan sárið var opið þá þurftum við að teipa það. Þetta var sársaukafullt, en hann gat spilað. Við saumuðum það síðan og þá varð aðeins meiri þrengsli og á endanum gat hann ekki lengur hreyft sig. Við þurfum að sjá hvað þetta mun taka langan tíma, en vonandi ekki of lengi,“ sagði Klopp.
Athugasemdir