
Guðlaug Ásgeirsdóttir hefur skrifað undir samning við Fjölni og mun leika með liðinu í 2. deild næsta sumar.
Guðlaug sem er fædd árið 2005 er uppalin í Val en hefur leikið með KH undanfarin tvö ár þar sem hún tók sín fyrstu skref í Meistaraflokki.
Hún leikur sem kanntmaður og hefur leikið 30 KSÍ leiki og skorað í þeim 4 mörk. Hún hefur þegar leikið með Fjölni en hún spilaði þrjá leiki á Reykjavíkurmótinu.
"Fjölnir fagnar komu Guðlaugar og bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka leikmann," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir