mið 08. febrúar 2023 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Sveinn Gísli hafi verið kominn of langt fyrir 2. deild
Sveinn Gísli er efnilegur leikmaður.
Sveinn Gísli er efnilegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Varnarmaðurinn efnilegi, Sveinn Gísli Þorkelsson, gekk á dögunum í raðir Víkings frá ÍR.

Njarðvík sýndi honum líka mikinn áhuga og bauð meðal annars eina milljón króna í hann, en því tilboði var hafnað.

Sveinn Gísli, sem er fæddur árið 2003, er uppalinn hjá ÍR en hann byrjaði að spila með meistaraflokki félagsins síðasta sumar. Lék hann þá 17 leiki í deild og bikar, og skoraði þrjú mörk.

Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari ÍR, tók við Njarðvík fyrir stuttu. Hann þekkir vel til Sveins eftir að hafa þjálfað hann. Var hann svekktur með að fá hann ekki í Njarðvík?

„Ég var mjög ánægður fyrir hönd Gilla að það skyldi gerast," segir Arnar spurður að því hvernig honum leið með að sjá leikmanninn fara í Víking.

„Með fullri virðingu fyrir 2. deild þá var Gilli kominn of langt sem leikmaður til að það yrði gott fyrir hann að vera þar á næsta tímabili. Ég var þeirrar skoðunar að það yrði frábært fyrir hann að koma í Njarðvík og keppa í deild ofar. Það hefði verið mátulega stórt skref fyrir hann."

„Víkingar hafa séð eitthvað í honum og þeir náðu honum. Ég veit ekki hvort hann verði í stóru hlutverki í sumar en hann á bjarta framtíð fyrir höndum sér," segir Arnar.

Víkingar eru eitt sterkasta lið landsins á meðan Njarðvík leikur í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa farið með sigur af hólmi í 2. deild á síðasta ári. ÍR hafnaði í sjötta sæti í sömu deild.
Gerðist fljótt eftir leikinn gegn Víkingi - „Meiri séns á að verða betri leikmaður"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner