Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. apríl 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Ný tækni til að dæma rangstöðu á HM 2022?
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, vonast til að fyrir HM í Katar á næsta ári verði búið að hana tækni sem hjálpar aðstoðardómurum að sjá strax hvenær leikmenn eru rangstæðir.

Wenger starfar í dag hjá FIFA við að þróa fótboltann og hann telur að þessar breytingar geti verið góðar.

„Ég held að sjálfvirka rangstöðutæknin verði klár fyrir 2022. Sjálfvirka tæknin virkar þannig að línuvörðurinn fær strax merki í úrið sitt um það hvort leikmaður sé rangstæður eða ekki," segir Wenger.

„Í augnablikinu erum við að lenda oft í aðstöðu þar sem það er vafamál hvort leikmaður sé rangstæður eða ekki."

„Að meðaltali höfum við þurft að bíða í 70 sekúndur og stundum eina mínútu og 20 sekúndur (eftir VAR). Stundum ennþá meira þegar það er erfiðara að meta stöðuna."

„Við höfum séð mörg fagnaðarlæti tekin til baka eftir vafaatriði og þess vegna er þetta mikilvægt skref."

Athugasemdir
banner
banner
banner