Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Hófið - Real talk frá Arnari Gunnlaugs og brostin stífla
Úr leik Vals og Fylkis.
Úr leik Vals og Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Damir var í leikbanni í gær.
Damir var í leikbanni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er í miklu basli.
KA er í miklu basli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
15. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í gærkvöldi með þremur leikjum. Umferðin hófst í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina, á sjálfri Þjóðhátíð. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Þjóðhátíðarleikurinn í Vestmannaeyjum er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu. Í ár voru það ÍBV og HK sem mættust í Eyjum. Leikurinn náði aldrei flugi og ein klaufaleg mistök leikmanna ÍBV kostuðu liðið stig gegn spútnik-liði HK. Áhorfendur á leiknum voru í kringum 1500 manns.

EKKI lið umferðarinnar:


Þjóðhátíðar-þynnka: „Nokkrir leikmenn voru enn í Vestmannaeyjum, á Þjóðhátíð," sagði pirraður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í viðtali eftir 2-1 tap liðsins gegn Stjörnunni.

Skrautlegt mark umferðarinnar: Fyrra mark Grindavíkur í 5-2 tapi liðsins gegn KR var skrautlegt. Finnur Tómas ætlar að skýla boltanum til baka til Beitis eða afturfyrir en hættir svo bara á miðri leið. Primo framherji Grindavíkur beið í sníkjunni hirti boltann og þakkaði pent fyrir sig og skoraði fram hjá Beiti úr þröngri stöðu.

Stíflan brostin: Breiðablik var ekki búið að vinna leik síðan í júní en þeir brutu heldur betur stífluna á miðvikudagskvöld með 4-0 sigri á KA.

Sjúkraböruspretturinn
Sjúkraþjálfari ÍA ásamt vallarstarfsmönnum FH fengu sína athygli í leiknum þegar Lars Marcus Johansson leikmaður ÍA lá meiddur á vellinum og leit út fyrir að hann væri alvarlega meiddur. Þeir starfsmenn vallarins sem sáu um sjúkrabörurnar þurftu því að taka góðan sprett að Lars sem eftir allt saman stóð sjálfur upp og hélt leik áfram. Sjúkrabörurnar voru því ekki notaðar í þetta skiptið en hlaupið gott hinsvegar.

Skellur umferðarinnar: KA var loksins að fá stig eftir jafntefli við ÍA og sigur á FH á heimavelli en þeim var hent niður á jörðina á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik pakkaði þeim saman 4-0. Fallsæti og markatalan versnar, vond staða.

Lán í óláni umferðarinnar: Gummi Kristjáns. leikmaður FH fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og leikur FH snarbatnaði í kjölfarið. Þeir fengu varla færi á sig eftir það en tvö dauðafæri inná teig fyrir það.

Nýliðar umferðarinnar: Bæði Kristján Flóki Finnbogason og Óttar Magnús Karlsson léku sína fyrstu leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar eftir veru erlendis undanfarin ár. Báðir hafa þeir stimplað sig inní deildina með marki, því þeir skoruðu báðir í umferðinni.

Ummæli umferðarinnar: „Ég elska íslenskan fótbolta og við þurfum að rífa okkur upp af rassgatinu. Þeir voru þreyttir síðustu 30 mínúturnar og þetta er ekki boðlegt ef við ætlum að ná árangri. Víkingur, Stjarnan, Valur, öll þessi lið, við þurfum að gefa aðeins í 'fitness' og æfa meira," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í viðtali eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner