mán 08. ágúst 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Leiknir getur sent FH í fallsæti
Leiknir mætir Keflavík
Leiknir mætir Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur heimsækir ÍA
Valur heimsækir ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir síðustu leikirnir í 16. umferð Bestu deildar karla eru spilaðir í dag. Leiknir spilar við Keflavík á Domusnova-vellinum í Breiðholti á meðan ÍA fær Val í heimsókn á Norðurálsvöllinn.

Leiknir er sem stendur í 11. sæti deildarinnar með 10 stig en með sigri á Keflavík getur liðið farið upp fyrir FH sem er með 11 stig í 10. sætinu.

Valur þarf þá sigur gegn ÍA til að halda í við efstu lið en Valur er í 5. sæti með 24 stig, sex stigum á eftir Víkingi sem er í öðru sæti deildarinnar.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
19:15 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
19:15 ÍA-Valur (Norðurálsvöllurinn)

Lengjudeild kvenna
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Augnablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

2. deild kvenna
20:00 KH-ÍA (Valsvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 KFK-KÁ (Fagrilundur - gervigras)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner