Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 08. ágúst 2024 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Arnar Gunnlaugs: Þetta er alltaf sama gamla sagan
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef maður vissi svarið við því maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er hann var spurður að því hvernig Víkingar fóru að því að vinna ekki leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þó yfirburðir Víkinga hefðu verið miklir.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Við reyndum hvað við gátum. Eins og ég talaði um við þig í gær þá kosta mistökin í Evrópu dýrt. Ég á eftir að sjá þeirra mark aftur, víti eða ekki víti. Ingvar var að tala um að þetta hefði ekki verið víti. Mér fannst við bregðast ágætlega við því og við jöfnum leikinn."

„Í seinni hálfleik var þetta erfitt. Maður fann að strákarnir vildu þetta mikið, þeir vildu mikið skora og stundum vildu þeir skora tvö mörk í hverri einustu sókn. Við fengum færin. Mögulega var langt á milli færa hjá okkur en við náðum að halda þrýstingnum á þá. Ég missti töluna á fjölda fyrirgjafa sem við áttum í leiknum. Það sýnir kannski að það vantaði smá Niko (Nikolaj Hansen) og nærveru í teignum til að nýta þessar góðu fyrirgjafir."

„Þeir buðu okkur upp á algjöran dans í fyrirgjöfunum," sagði Arnar en hann talaði jafnframt um að það vantaði á köflum að spila betur í gegnum 4-4-2 kerfið hjá eistneska liðinu.

Seinni leikurinn í Eistlandi er í næstu viku. Þar er að duga eða drepast.

„Við þurfum ekki að fara til Eistland og vera hræddir. Við förum með kassann út. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Við þurfum að halda aga og einbeitingu úti. Ein mistök og þú ert úr leik."

„Mér fannst fyrir einvígið að ef við eigum tvo toppleiki, þá værum við komnir í gegn. Það er ekki spurning. Ég trúi því ekki að þeir fari aftur í lágblokkina. Mögulega, Shamrock gerði það líka. Strákarnir eiga að líta á það sem hrós - hversu langt við erum komnir - að sjá hversu langt lið leggjast niður á móti okkur. Það er okkar að finna lausnir, sama hversu erfitt það er," sagði þjálfari Víkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner