PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   fim 08. ágúst 2024 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Arnar Gunnlaugs: Þetta er alltaf sama gamla sagan
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef maður vissi svarið við því maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, er hann var spurður að því hvernig Víkingar fóru að því að vinna ekki leik sinn gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þó yfirburðir Víkinga hefðu verið miklir.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Flora Tallinn

„Við reyndum hvað við gátum. Eins og ég talaði um við þig í gær þá kosta mistökin í Evrópu dýrt. Ég á eftir að sjá þeirra mark aftur, víti eða ekki víti. Ingvar var að tala um að þetta hefði ekki verið víti. Mér fannst við bregðast ágætlega við því og við jöfnum leikinn."

„Í seinni hálfleik var þetta erfitt. Maður fann að strákarnir vildu þetta mikið, þeir vildu mikið skora og stundum vildu þeir skora tvö mörk í hverri einustu sókn. Við fengum færin. Mögulega var langt á milli færa hjá okkur en við náðum að halda þrýstingnum á þá. Ég missti töluna á fjölda fyrirgjafa sem við áttum í leiknum. Það sýnir kannski að það vantaði smá Niko (Nikolaj Hansen) og nærveru í teignum til að nýta þessar góðu fyrirgjafir."

„Þeir buðu okkur upp á algjöran dans í fyrirgjöfunum," sagði Arnar en hann talaði jafnframt um að það vantaði á köflum að spila betur í gegnum 4-4-2 kerfið hjá eistneska liðinu.

Seinni leikurinn í Eistlandi er í næstu viku. Þar er að duga eða drepast.

„Við þurfum ekki að fara til Eistland og vera hræddir. Við förum með kassann út. Þetta er alltaf sama gamla sagan. Við þurfum að halda aga og einbeitingu úti. Ein mistök og þú ert úr leik."

„Mér fannst fyrir einvígið að ef við eigum tvo toppleiki, þá værum við komnir í gegn. Það er ekki spurning. Ég trúi því ekki að þeir fari aftur í lágblokkina. Mögulega, Shamrock gerði það líka. Strákarnir eiga að líta á það sem hrós - hversu langt við erum komnir - að sjá hversu langt lið leggjast niður á móti okkur. Það er okkar að finna lausnir, sama hversu erfitt það er," sagði þjálfari Víkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner