„Ég er sáttur með okkar spilamennsku. Þetta var alltaf að fara að verða hörkuleikur," sagði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, eftir 1-1 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deildinni í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Víkingur Ó.
Vignir Snær Stefánsson jafnaði fyrir Ólafsvíkinga eftir fast leikatriði.
„Við höfum verið sterkir að verjast föstum leikatriðum og það var boring að fá þetta á sig."
ÍA hefði með sigri getað gulltryggt sæti í Pepsi-deildinni en liðið getur tryggt sætið gegn Selfossi um næstu helgi.
„Við þurfum að vinna þennan leik á laugardaginn og fögnum þá, þó að það hefði verið skemmtilegra að gera það með stuðningsmönnunum í dag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir