Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Dybala: Ég vildi aldrei fara frá Juventus
Dybala með boltann.
Dybala með boltann.
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala segist aldrei hafa viljað fara frá Juventus í sumar. Dybala var á skotskónum gegn Inter um síðustu helgi en í sumar var hann sterklega orðaður við bæði Manchester United og Tottenham.

„Ég upplifði ekki auðvelt sumar. Auðvitað er ekki gaman að heyra nafn þitt orðað við öll lið en svona er fótboltinn," sagði Dybala.

„Áður en félagaskiptaglugginn opnaði fór ég í viðtal þar sem ég sagðist vilja vera áfram í Torino. Ég talaði síðan ekkert meira, ekki einu sinni eftir Copa America."

„Ég tel mikilvægast að láta verkin tala inni á vellinum. Þú veist aldrei hvað gerist á félagaskiptamarkaðinum fyrr en á lokadeginum en ég vildi vera áfram hér og halda ferli mínum áfram hjá Juventus."

„Ég tel að ég geti ennþá gefið mikið í þessari treyju og ég er ánægður með það sem ég sýndi gegn Inter."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner