Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. október 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eto'o: Vel Aragones bestan frekar en Guardiola eða Mourinho
Elska Guardiola sem þjálfara en ekki sem manneskju
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o og Pep Guardiola unnu saman hjá Barcelona fyrir rúmum áratugi síðan. Eto'o vann einnig með Jose Mourinho. Eto'o var í Katar á viðburði sem sendiherra og þar tjáði hann sig um stjóra sem hann hafði á ferlinum.

Eto'o og Guardiola kom ekki alltaf vel saman en Eto'o er ekkert sérstaklega hrifinn af persónunni sem Guardiola er, hann elskar hann samt sem þjálfara.

Sjá einnig:Eto'o: Var minn tími - Guardiola bað mig afsökunar

„Ég elska Pep sem þjálfara en ekki sem persónu. Ég lærði hvernig á að spila fótbolta af honum og fylgdi eftir því sem hann sagði mér."

„Mourinho setti mig á bekkinn í mánuð og lét mig hita upp í uppbótartíma. Þetta var einhver leikur hjá honum til að ná mér á sitt vald. Við ræddum svo málin á skrifstofunni. Hann vildi sjá meira frá mér og það tókst. Við unnum allt og vorum lið af ellefu stríðsmönnum."

Eto'o átti að velja besta þjálfarann sem þjálfaði sig á ferlinum. Hann valdi Luis Aragones sem þjálfaði hann hjá Mallorca á Spáni.

„Allir sem þjálfuðu mig voru með sín einkenni. Ef ég þarf að velja einn þá er það Luis. Hann þjálfaði mig hjá Mallorca, samtal við hann á skrifstofunni þar breytti lífi mínu. Hann sagði mér að ég hefði afrekað allt sem ég gæti hjá félaginu og sagði mér að fara til annars félags til að ná lengra á ferlinum. Á þeim tímapunkti hugsaði ég; hvað er þessi gamli maður að segja?"

„Luis var eins og faðir fyrir mig. Það væri sannur heiður að vera þjálfari eins og hann."


Eto'o lagði skóna á hilluna í haust og er nú sendiherra á vegum HM2022 í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner