Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. október 2019 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tomori rifjar upp þegar hann braut nefið á Diego Costa
Mynd: Getty Images
Fikayo Tomori hefur skotist upp á sjónarsviðið hjá Chelsea á leiktíðinni. Hann er kominn með fast sæti í byrjunarliðinu í annarri af miðvarðarstöðunum.

Tomori fékk aukna ábyrgð þegar ljóst var að Antonio Rudiger væri frá vegna meiðsla og þegar David Luiz yfirgaf félagið undir lok félagaskiptagluggans í sumar. Tomori var svo í liðinni viku valinn í enska landsliðshópinn en hann gat valið milli Kanada og Nígeríu einnig. Tomori er 21 árs gamall.

Tomori rifjaði upp í gær atvik sem átti sér stað á æfingu Chelsea liðsins árið 2016. Þar mætti hann Diego Costa á æfingu og Costa fór það illa út úr því návígi að hann varð að fljúga til Milan til að fá "Zorro" grímu búna til fyrir sig svo hann gæti spilað, hann nefbrotnaði.

„Ég man eftir þessu. Ég var ennþá á skólabekk en ég man ekki eftir nákvæmlega hans viðbrögðum. Costa reiddist allavega ekki það mikið að hann lét mig að mestu vera á næstu æfingu."

„Félagar mínir gerðu mikið grín af þessu í skólanum. Allir að spyrja mig. Þetta var slys, við fórum báðir upp í skallaeinvígi. Hann skallaði í hnakkann á mér og braut nefið á sér. Ég vissi ekki að ég hefði verið sökudólgurinn fyrr en daginn eftir þegar þetta var allt í blöðunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner