Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 08. október 2020 14:37
Elvar Geir Magnússon
Mikki sagðist ætla að brenna Laugardalinn - Njarðvík sektað
Mikael Nikulásson.
Mikael Nikulásson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Njarðvík hefur fengið 50 þúsund króna sekt vegna ummála Mikaels Nikulássonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Mikael er einn af álitsgjöfum þáttarins.

Ummæli hans voru ósæmileg að mati framkvæmdastjóra KSÍ og með þeim hafi álit almennings á íþróttinni og starf knattspyrnuhreyfingarinnar rýrt.

„Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann," sagði Mikael í þættinum.

Hann var þar að tala um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk gegn Fylki. Á dögunum var spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, Marc McAusland, dæmdur í tveggja leikja bann af myndandsupptöku. Beitir fékk eins leiks bann eftir sitt rauða spjald.

Er það álit aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að tilvitnuð opinber ummæli, sem þjálfari mfl. karla hjá Njarðvík viðhafði í fyrrgreindum hlaðvarpsþætti, hafi verið ósæmileg og hafi skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu.
Athugasemdir
banner
banner