Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 08. nóvember 2019 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Watford vann botnslaginn í Norwich
Norwich 0 - 2 Watford
0-1 Gerard Deulofeu ('2)
0-2 Andre Gray ('52)
Rautt spjald: Christian Kabasele, Watford ('65)

Norwich tók á móti Watford í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og komust gestirnir yfir eftir 76 sekúndur.

Gerard Deulofeu stal þá boltanum af Emiliano Buendia og sýndi gæði sín með að klára nokkuð erfitt færi upp á eigin spýtur.

Heimamenn komust nálægt því að jafna en Watford hélt út og leiddi í hálfleik. Andre Gray, sem kom inn af bekknum fyrir meiddan Ricardo Pereyra, tvöfaldaði svo forystuna í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning frá Deulofeu.

Christian Kabasele, varnarmaður Watford, fékk sitt seinna gula spjald á 65. mínútu og voru gestirnir því manni færri út leikinn. Það kom ekki að sök og lokatölur 0-2.

Watford er því komið af botninum og er með 8 stig eftir 12 umferðir. Norwich vermir nú botnsætið, með 7 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir