Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. nóvember 2019 11:37
Magnús Már Einarsson
Ingvar Kale og Daníel áfram í Kórdrengjum - Alexander hættir
Ingvar Þór Kale í leik með Kórdrengjunum síðastliðið sumar.
Ingvar Þór Kale í leik með Kórdrengjunum síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir hafa náð samkomulagi við Ingvar Þór Kale og Daníel Gylfason um að spila áfram með liðinu á komandi leiktíð í 2. deildinni. Leikmennirnir hjálpuðu Kórdrengjunum að vinna 3. deildina síðastliðið sumar.

„Báðir voru þeir mikilvægur partur í því að koma liðinu upp um deild í ár. Það er okkur mikil ánægja að þeir hafi framlengt samning sinn við Kórdrengi. Unnið er að því að framlengja einnig við fleiri leikmenn úr okkar frábæra hóp," segir á Facebook síðu Kórdrengja.

„Að því sögðu, þá hefur Alexander Magnússon ákveðið að stíga til hliðar vegna mikilla anna í námi sínu og tímaskorts. Alexander hefur reynst okkur gríðarlega vel tvö síðustu ár og hefur verið einn besti maður liðsins og þökkum við honum fyrir allt hans framlag í þróun klúbbsins."

Kórdrengir sömdu í vikunni við bræðurnar Hákon og Pál Sindra Einarssyni en þeir leika með liðinu á komandi tímabili.

Þá greinir mbl.is frá því í dag að Kórdrengir séu að reyna að fá Hrein Inga Örnólfsson, varnarmann og fyrirliða Þróttar R, í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner