fös 08. nóvember 2019 10:10
Magnús Már Einarsson
Manchester City óttast árás á rútuna í Liverpool
Rúta Manchester City á leið á Anfield árið 2018.
Rúta Manchester City á leið á Anfield árið 2018.
Mynd: Getty Images
Forrðamenn Manchester City hafa óskað eftir að Liverpool tryggi að rúta félagsins komist örugglega á áfangastað á Anfield fyrir stórleik liðanna á sunnudag.

Í apríl 2018 grýttu stuðningsmenn Liverpool rútu Manchester City með flöskum og blysum fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni.

Enginn leikmaður eða starfsmaður Manchester City meiddist en rútan varð óökufær fyrir utan Anfield.

Á samfélagsmiðlum hafa stuðningsmenn Liverpool verið að ræða hvaða leið rúta Manchester City muni aka í leikinn á sunnudag.

City hefur því óskað eftir því að passað verði upp á að rútan komist örugglega á áfangastað og ekki verður greint frá því hvaða leið rútubílstjórinn muni aka að Anfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner