Allavega sex leikmenn og einhverjir meðlimir í þjálfarateymi Tottenham eru í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19. Félagið hefur áhyggjur af ástandinu og hefur fundað með ensku úrvalsdeildinni.
Sambandsdeildarleikurinn gegn Rennes á morgun mun fara fram en úrvalsdeildarleikurinn gegn Brighton sem á að vera á sunnudaginn er í óvissu. Rætt er um möguleika á að fresta leiknum.
Sambandsdeildarleikurinn gegn Rennes á morgun mun fara fram en úrvalsdeildarleikurinn gegn Brighton sem á að vera á sunnudaginn er í óvissu. Rætt er um möguleika á að fresta leiknum.
Það flækir málið enn frekar að útileik Tottenham gegn Burnley var frestað nýlega þar sem leikvöllurinn var óleikhæfur vegna snjókomu. Enn á eftir að finna nýjan leikdag fyrir þann leik.
Tottenham vill ekki eiga fleiri frestaða leiki til góða en vill á hinn bóginn ekki mæta með laskað lið til leiks í komandi leiki. Leikmenn sem greinast með veiruna þurfa að vera í einangrun í tíu daga.
Antonio Conte stýrði æfingu í gær og UEFA hefur tilkynnt að leikurinn gegn Rennes fari fram á áætluðum tíma. Samkvæmt reglum um Evrópuleiki er spilað ef félagið er með að minnsta kosti þrettán aðalliðsleikmenn tiltæka, þar af einn markmann.
Tottenham er að eltast við annað sætið í G-riðli sem myndi koma liðinu í 16-liða úrslit. Fréttamannafundur Conte í dag verður rafrænn þar sem engin áhætta er tekin í ljósi stöðunnar. Fundurinn verður klukkan 14:00 en búist er við yfirlýsingu frá Tottenham fyrir þann tíma.
Enska úrvalsdeildin frestaði sex leikjum á síðasta tímabili vegna Covid smita.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir




