Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   fös 08. desember 2023 15:10
Elvar Geir Magnússon
Hodgson biðst afsökunar: Sé sárlega eftir orðum mínum
Roy Hodgson stjóri Crystal Palace hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla eftir tap gegn Bournemouth í vikunni.

Stuðningsmenn bauluðu eftir leik og einhverjir köstuðu lauslegum hlutum í átt að Hodgson þegar hann gekk til búningsklefa.

Í viðtali eftir leikinn sagði Hodgson að stuðningsmennirnir væru ofdekraðir eftir gott gengi liðsins síðustu ár.

„Ég er sorgmæddur yfir ummælum mínum og orðavali sem ég harma sárlega. Mér finnst aðdáendurnir hafa verið mjög þolinmóðir og sanngjarnir, þeir hafa ekki verið ofdekraðir," segir Hodgson.

„Ég sýni pirringi þeirra skilning og skulda þeim afsökunarbeiðni, þeir hafa verið mér svo góðir þau fimm ár sem ég hef starfað fyrir félagið. Ég væri eyðilagður ef ég teldi að ég kynni ekki að meta þá."

Hann segir að Palace þurfi á öllum mögulegum stuðningi að halda á morgun, þegar liðið mætir Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner