Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 09. janúar 2021 21:46
Aksentije Milisic
Ítalía: AC Milan aftur á sigurbraut
Milan 2 - 0 Torino
1-0 Rafael Leao ('25)
2-0 Franck Kessie - Víti ('36)

AC Milan og Torino áttust við í kvöldleiknum í Serie A deildinni á Ítalíu.

Milan, sem er á toppi deildarinnar, tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð en sá leikurinn endaði með 3-1 sigri Juventus.

Heimamenn létu þann leik ekki truflaði sig og komu sterkir til baka og unnu öruggan sigur á fallbaráttuliði Torino. Alls litu átta gul spjöld dagsins ljós.

Rafael Leao skoraði fyrsta mark Milan og það kom á 25. mínútu eftir undirbúning frá Brahim Diaz. Á 36. mínútu fékk Milan síðan vítaspyrnu sem Franck Kessie skoraði úr en Zlatan Ibrahimovic skipaði hann sem vítaskyttu liðsins fyrr á leiktíðinni.

Hinn efnilegi Sandro Tonali þurfti að fara af velli á börum en um alvarleg meiðsli virðist vera að ræða.

Torino virtist vera fá vítaspyrnu í síðari hálfleik en VAR skarst í leikinn og því var breytt um dóm sem reyndist rétt ákvörðun. Zlatan Ibrahimovic er að snúa til baka eftir meiðsli og hann fékk að spila síðustu fimm mínútur leiksins.

Með sigrinum nær AC Milan fjögurra stiga forskoti á granna sína í Inter en Inter heimsækir Roma á morgun í stórleik. Torino er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner