Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. janúar 2021 07:30
Aksentije Milisic
Remy við Pepe: Mátt ekki vera latur í einn dag
Mynd: Getty Images
Loic Remy hefur sagt við sinn fyrrum liðsfélaga, Nicolas Pepe, að hann megi ekki vera latur í einn einasta dag, ætli hann sér að eiga góðan feril í Englandi.

Pepe og Remy spiluðu saman hjá Lille þar sem Pepe skoraði 22 mörk í 38 leikjum á því tímabili. Í kjölfarið keypti Arsenal Pepe á 72 milljónir punda en hann hefur átt í vandræðum frá því hann kom til félagsins árið 2019.

Hann hefur einungis skorað sjö mörk í 42 leikjum í deildinni fyrir Arsenal og hefur Remy nú sagt að Pepe verði að líta í eigin barm og stíga upp.

„Hann var frábær hjá Lille og var besti leikmaðurinn. Síðan þegar þú tekur næsta skref, þá er eru væntingarnar miklar. Þú mátt ekki vera latur í einn dag. Ekki hjá svona stóru félagi," sagði Remy.

„Þú mátt ekki kvarta og það er lítill tími til að aðlagast. Þú kemst ekki upp með mistök sem þú getur gert hjá minni liðum. Það eru alltaf leikmenn að bíða á bekknum til þess að taka stöðu þína."

Versta stund Pepe hjá Arsenal var sú þegar hann fékk beint rautt spjald gegn Leeds í vetur fyrir að skalla í áttina að leikmanni Leeds.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner